
Monday Jun 02, 2025
Tryggvi Stefánsson, lífefnafræðingur og aðstoðarforstjóri Algalíf ræðir um Astaxanthin - einn öflugasta andoxara náttúrunnar og heilsufarsleg áhrif hans á líkamann.
Í þessum þætti ræðum við um eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar – astaxanthin – efni sem er unnið úr örþörungum og hefur vakið mikla athygli fyrir möguleg jákvæð áhrif á heilsu. Astaxanthin er talið geta styrkt ónæmiskerfið, bætt úthald og endurheimt, verndað húð og augu, haft verndandi áhrif á æðakerfið, bætt heilaheilsu og margt fleira m.a. vegna bólguminnkandi virkni efnisins á líkamann.
Við fáum til okkar sérfræðing og aðstoðarforstjóra Algalíf, Tryggva Stefánsson, sem er lífefna-, örveru- og erfðafræðingur - en Algalíf er einn stærsti framleiðandi Astaxanthins í heimi.
Hann leiðir okkur í gegnum:
🔬 Hvað astaxanthin er og hvernig það virkar í líkamanum
🌿 Hvernig framleiðsla astaxanthins á Íslandi nýtir hreina orku og bindur kolefni
🇮🇸 Mikilvægi örþörunga í framtíðinni og framtíðin á Íslandi í þessari framleiðslu
Heilsuherinn styður útgáfu Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms og eftirfarandi fyrirtæki eru meðlimir heilsuhersins - til heilsueflingar!
Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur
Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum
Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu
Happy Hydrate - Þinn besti æfingafélagi - einstök blanda af steinefnum og söltum sem hraðar endurheimt og bætir vökvajafnvægi.
Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna
Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist
Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu
No comments yet. Be the first to say something!