
Monday Feb 03, 2025
Sólveig Kristín Björgólfsdóttir um skólamatinn, aukaefnin í matnum, innihaldslýsingar og gjörunnin matvæli
Hvað eru börnin okkar að fá að borða í skólanum?
Í þættinum ræðum við við Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur um skólamat og mikilvægi þess að börn fái holla og góða fæðu í skólum landsins. Eftir að hafa glímt við eigin heilsufarsvanda lagði Sólveig sig fram um að rannsaka innihald skólamatarins og komst að því að fjöldi aukaefna og unnar matvörur einkenndu fæðuna sem börnum er boðið upp á.
Innihaldslýsingar margra matvæla sem börn fá daglega eru óásættanlegar, hátt hlutfall af sykri, unnum olíum, aukaefnum og rotvarnarefnum sem geta haft áhrif á meltingu, einbeitingu og heilsuna almennt.
Vegna þessa hefur Sólveig ákveðið að elda allan mat fyrir börnin sín heima fyrir. Hún hefur rannsakað heilsusamlegt mataræði og leggur áherslu á að velja hreint og óunnið fæði. Börn hennar fá heimalagaðan mat með sér í skólann sem inniheldur engin aukaefni, engin einföld kolvetni og engin óæskileg rotvarnarefni. Þá telur hún lykilatriði að foreldrar taki virka afstöðu gagnvart því hvað börnin borða.
Við erum stoltar af því að kynna heilsuherinn okkar - fyrirtæki sem eru mjög heilsumeðvituð og vilja stuðla að heilsueflingu þjóðarinnar!
Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur
Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum
Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu
Happy Hydrate - Þinn besti æfingafélagi - einstök blanda af steinefnum og söltum sem hraðar endurheimt og bætir vökvajafnvægi.
Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna
Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist
Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu
Saltverk - sjálfbært, hreint, óunnið íslenskt salt - þurrkað með jarðhita og inniheldur frá náttúrunnar hendi öll stein- og snefilefni