
Wednesday Apr 09, 2025
Sigurður Máni Helguson, framkvæmdastjóri Brauð & co og Viðar Brink markaðsstjóri um starfsemina, metnaðinn að nota einungis lífræn gæða hráefni og ekkert drasl, súrinn, handverkið, matarsóun og fl.
Sigurður Máni framkvæmdastjóri Brauð & co og Viðar Brink markaðsstjóri standa á bak við eitt af ástsælustu handverksbakaríum landsins – Brauð & Co – þar sem metnaður og ástríða fyrir brauðgerð og góðu hráefni mótar allt sem gert er.
Í viðtalinu við okkur deildu þeir innsýn í þann kraft og hugsjón sem liggur að baki rekstrinum: að bjóða súrdeigsbrauð og bakkelsi unnið af alúð úr fyrsta flokks lífrænum hráefnum – án allra aukaefna og óþarfa - allt bakað á staðnum. Eins og þeir segja - þar er ekkert drasl – aðeins hráefni sem stendur undir sér og vinnsla sem byggir á virðingu fyrir ferlinu.
Þeir töluðu einnig um áskoranirnar í súrdeigsbrauðgerð, þar sem þolinmæði, nákvæmni og dýrmæt reynsla gegna lykilhlutverki - og sögðu okkur frá því af hverju þeir fóru að gefa brauð og bakkelsi.
Viðar og Sigurður leggja sérstaka áherslu á að vinna í sátt við náttúruna, veita starfsfólki sínu rými til að blómstra og skapa upplifun fyrir viðskiptavini sem byggir á gæðum, trausti og ástríðu fyrir bakaralistinni.
Heilsuherinn styður útgáfu Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms og eftirfarandi fyrirtæki eru meðlimir heilsuhersins - til heilsueflingar!
Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur
Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum
Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu
Happy Hydrate - Þinn besti æfingafélagi - einstök blanda af steinefnum og söltum sem hraðar endurheimt og bætir vökvajafnvægi.
Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna
Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist
Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu
Kaja Organics - lífrænar vörur, íslensk framleiðsla - kajaorganic.com