Monday Dec 23, 2024

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir um náttúruleysi, mikilvægi birtunnar, seiglu, streitu, heilbrigðiskerfið og margt fleira.

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir er gestur þáttarins sem hefur alla tíð haft heildræna sýn á heilsu og sem læknir sinnt heilsueflingu, forvörnum og kennslu. Við förum yfir sviðið með henni vítt og breytt, hún er hafsjór af fróðleik og hefur óslökkvandi forvitni, fróðleiksþorsta og þörf til að skilja sem hefur gert það að verkum að hún hefur sökkt sér í rannsóknir á mjög breiðu sviði heildrænnar heilsu.

Heildræn heilsa, náttúruleysi, mikilvægi birtunnar og sólarljóssins, streita og seigla, mikilvægi breytinga á heilbrigðiskerfinu er meðal þess sem við snertum á - og fjölmargt fleira.

Við þökkum heilsuhernum okkar innilega fyrir stuðninginn!

Við erum stoltar af því að kynna heilsuherinn okkar - fyrirtæki sem ætla að koma með okkur í þetta heilsuferðalag - til heilsueflingar! 

Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur

Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum

Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir  - styður fólk til betri heilsu 

Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna 

Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist

Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu

Saltverk - sjálfbært, hreint, óunnið íslenskt salt - þurrkað með jarðhita og inniheldur frá náttúrunnar hendi öll stein- og snefilefni

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125