Monday Dec 09, 2024
Einar Carl Axelsson um mikilvægi rassvöðva í hreyfingum, heilsuna og langlífi, tengingar hreyfingar og taugakerfið, öndun, seiglu og kvíðafaraldur þjóðarinnar.
Í þættinum fjöllum við um lítið rætt en afar mikilvægt efni – hlutverk rassvöðvanna í heilsu okkar og hvernig vanvirkir rassvöðvar geta haft víðtæk áhrif á stoðkerfið og hreyfigetu. Viðmælandi þáttarins er Einar Carl Axelsson, sérfræðingur í hreyfingu og líkamsbeitingu, sem eftir alvarlegt slys og afleiðingar þess sökkti sér öll fræði um hreyfiferla líkamans til að ná bata sjálfur. Á þessari vegferð komst hann jafnframt að því að allt byrjar á önduninni.
Hann deilir í þættinum innsýn sinni í hvernig hreyfing getur bæði bætt og skaðað líkamann, mikilvægi réttrar öndunar og hvernig hreyfiferlin okkar, öndunin og taugakerfið tengjast. Einar lýsir einnig fyrir okkur hvernig hann er að hjálpa fólki að takast á við kvíða og þunglyndi með því að kenna fólki rétta öndun og breyta því hvernig það hreyfir sig. Ótrúlega áhugavert og gaman að hlusta á Einar sem hefur einlæga ástríðu fyrir þessum fræðum og að hjálpa fólki með sinni þekkingu.