Monday Dec 09, 2024

Einar Carl Axelsson um mikilvægi rassvöðva í hreyfingum, heilsuna og langlífi, tengingu hreyfingar og taugakerfis, öndun, seiglu og kvíðafaraldur þjóðarinnar.

Í þættinum fjöllum við um lítið rætt en afar mikilvægt efni – hlutverk rassvöðvanna í heilsu okkar og hvernig vanvirkir rassvöðvar geta haft víðtæk áhrif á stoðkerfið og hreyfigetu. Viðmælandi þáttarins er Einar Carl Axelsson, sérfræðingur í hreyfingu og líkamsbeitingu, sem eftir alvarlegt slys og afleiðingar þess sökkti sér öll fræði um hreyfiferla líkamans til að ná bata sjálfur. Á þessari vegferð komst hann jafnframt að því að allt byrjar á önduninni.

Hann deilir í þættinum innsýn sinni í hvernig hreyfing getur bæði bætt og skaðað líkamann, mikilvægi réttrar öndunar og hvernig hreyfiferlin okkar, öndunin og taugakerfið tengjast. Einar lýsir einnig fyrir okkur hvernig hann er að hjálpa fólki að takast á við kvíða og þunglyndi með því að kenna fólki rétta öndun og breyta því hvernig það hreyfir sig. Ótrúlega áhugavert og gaman að hlusta á Einar sem hefur einlæga ástríðu fyrir þessum fræðum og að hjálpa fólki með sinni þekkingu. 

Við erum stoltar af því að kynna heilsuherinn okkar - fyrirtæki sem ætla að koma með okkur í þetta heilsuferðalag - til heilsueflingar! 

Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur

Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum

Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir  - styður fólk til betri heilsu 

Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna 

Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist

Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu

Saltverk - sjálfbært, hreint, óunnið íslenskt salt - þurrkað með jarðhita og inniheldur frá náttúrunnar hendi öll stein- og snefilefni

 

 

Copyright 2024 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125