Monday Nov 25, 2024
Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir um kólesteról, statin lyf, mettaða fitu, forvarnir og lífsstíl sem áhrifaþætti hjarta- og æðaheilsu.
Sem ungur sérfræðingur í hjartalækningum hafði Axel F. SIgurðsson mestan áhuga á bráðalækningum. Það var spennandi að bjarga fólki og bæta líf þeirra á örfáum mínútum með þræðingum og akút aðgerðum. Þegar Axel fór sjálfur að þyngjast og blóðþrýstingurinn að hækka sökkti hann sér í það að skoða hvaða áhrif næring og lífsstíl gæti haft til að fyrirbyggja það að hann sjálfur myndi lenda á þræðingarborðinu.
Hann komst að því að ráðleggingar fagfólks varðandi lífsstíl höfðu verið á villigötum og við gætum gert betur í að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma auk annarra lífsstílstengdra sjúkdóma.
Hann fer einnig yfir kosti og galla kólesteróls, misskilninginn um “góða” og “vonda” kólesterólið og hverjir hefðu gagn af kólesteról lækkandi lyfjum og hverjir ekki.
Axel hefur skrifað fjölda fróðlegra greina á síðuna mataraedi.is og er það eitt af framlögum hans til að efla lýðheilsu og auka heilsulæsi í landinu með auknu aðgengi að upplýsingum um næringu og lífsstíl. Hann heldur einnig úti vefsíðunni docsopinion.com þar sem lesa má yfir 200 fræðigreinar um heilsu.
Við erum stoltar af því að kynna heilsuherinn okkar - fyrirtæki sem ætla að koma með okkur í þetta heilsuferðalag - til heilsueflingar!
Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur
Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum
Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu
Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna
Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist
Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu
Saltverk - sjálfbært, hreint, óunnið íslenskt salt - þurrkað með jarðhita og inniheldur frá náttúrunnar hendi öll stein- og snefilefni