![Andri Iceland um öndun og áhrif hennar á lífsgæði okkar ásamt kulda - og samspil öndunar og kuldaþjálfunar.](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/19783060/Untitled_design7ps29_300x300.png)
Monday Jan 20, 2025
Andri Iceland um öndun og áhrif hennar á lífsgæði okkar ásamt kulda - og samspil öndunar og kuldaþjálfunar.
Vilhjálmur Andra Einarsson, betur þekktur sem Andri Iceland, umbreytti lífi sínu með öndunartækni og kuldaþjálfun. Hann deilir því hvernig rétt öndun og kæling getur haft gríðarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu – og hvers vegna einfaldar venjur geta gjörbreytt vellíðan okkar.
Andri hefur um árabil dýpkað þekkingu sína á því hvernig öndun getur haft stórkostleg áhrif á lífsgæði okkar og líðan. Hann miðlar fróðleik um öndunartækni og æfingar sem geta verið lykillinn að betri stjórn á streitu, kvíða og öðrum áskorunum daglegs lífs. Hvernig getum við byggt upp þol fyrir koltvísýringi, aukið úthald og fundið meiri hugarró á sama tíma.
Andri útskýrir hvers vegna margir anda vitlaust, hvernig það tengist streitu og sjúkdómum, og hvernig við getum tekið öndunina í okkar eigin hendur. Hann talar einnig um kraft kulda, áhrif þess á hormónakerfið, ónæmiskerfið og hvernig hægt er að nota einfaldar kuldaæfingar til að bæta daglegt líf.
Viðtalið er fullt af hagnýtum ráðum og nýrri sýn á mikilvægi öndunar – og eins og Andri segir sjálfur: „Þetta er svo einfalt að flestir trúa ekki að það virki.“
🎧 Hlustaðu á þáttinn og lærðu hvernig þú getur nýtt öndun og kulda til að bæta líðan þína!
Við erum stoltar af því að kynna heilsuherinn okkar - fyrirtæki sem ætla að koma með okkur í þetta heilsuferðalag - til heilsueflingar!
Bíóbú framleiðir lífrænar mjólkurvörur sem innihalda meira af góðum fitusýrum en hefðbundnar mjólkurvörur
Brauð&Co - nota lífrænt korn í ekta súrdeigsbrauð - ekkert ger og engin aukaefni - allt búið til á staðnum
Greenfit - býður upp á heilsumælingar og meðferðir - styður fólk til betri heilsu
Happy Hydrate - Þinn besti æfingafélagi - einstök blanda af steinefnum og söltum sem hraðar endurheimt og bætir vökvajafnvægi.
Hagkaup - býður upp á úrval hreinna ferskra matvæla, lífrænna matvara og bætiefna
Húsaskjól - umhverfisvæn fasteignasala sem býður upp á meiri upplýsingar í rauntíma en gengur og gerist
Hreyfing - í forystu heilsueflingar í áratugi og valin besta stöðin sl. fjögur ár samkvæmt Maskínu
Saltverk - sjálfbært, hreint, óunnið íslenskt salt - þurrkað með jarðhita og inniheldur frá náttúrunnar hendi öll stein- og snefilefni